Farfuglarnir láta sumir bíða eftir sér

„Því miður er ekki að hægt að staðfesta að farfuglarnir séu allir komnir enn en fjöldi þeirra sem eru þó komnir virðist vera í meðallagi miðað við fyrri ár,“ segir Halldór Walter Stefánsson, fuglafræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands.

Um liðna helgi fór fram árlega fuglatalning og skoðun um leið á vegum stofnunarinnar í samstarfi við Ferðafélag Fjarðabyggðar og var gengið bæði frá Reyðarfirði og Neskaupstað til leitar en biðlað var til almennings að taka þátt og hjálpa. Halldór segir þátttökuna hafa verið í dræmari kantinum að þessu sinni sem hafi auðvitað áhrif á svæði sem næst að skoða.

„Við rákumst ekki á neina óvænta flækingsfugla að þessu sinni og ekki sáust heldur allir þeir farfuglar sem hingað koma jafnan á hverju ári. Fjöldi fuglanna í meðallagi myndi ég segja en það er svo sem ekki óeðlilegt að sumar tegundir farfugla láti bíða eftir sér. Það eru ýmsar breytur sem hafa áhrif á hvenær þeir koma.“

Fjölmargar tegundir farfugla setjast að á Austurlandi yfir sumartímann og stöku sinnum sést til nýrra tegunda en ekki að þessu sinni. Mynd Náttúrustofa Austurlands

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.