Fé fargað á Stórhól fyrir vörslusviptingu

lomb.jpgLögreglan á Eskifirði hefur farið fram á að þrjú hundruð kindur verði teknar úr vörslu bænda á Stórhóli í Álftafirði á morgun. Fé hefur verið fargað þar í dag. Nokkrar kindur sem teknar voru fyrir helgi voru aflífaðar vegna hors.

 

Ábúendur á Stórhól, Stefanía Lárusdóttir og Jónas Kjartansson, hafa ítrekað hunsað tilmæli hvers konar yfirvalda um að fækka í bústofni sínum eða sinna honum betur. Féð hefur bæði verið vanfóðrað og þröngt á því.

Við talningu fyrir skemmstu kom í ljóst að á Stórhóli og í Hraunkoti í Lóni voru á milli 800-900 kindur. Í framhaldinu var farið fram á að um sjötíu kindur sem geymdar voru í Hraunkoti yrðu teknar úr vörslu eigenda sinna.

Fé fargað í dag

Nokkrar kindur voru aflífaðar vegna hors en um 60-70 kindur voru seldar, samkvæmt heimildum Agl.is.

Lögreglustjórinn á Eskifirði, hefur að kröfu Matvælastofnunar, farið fram á að um 300 kindur verði teknar úr vörslu ábúenda á Stórhóli á morgun. Fé hefur verið fargað á bænum í dag og selt burtu. Á morgun skýrist hversu margt fé verður tekið.

Ítrekaðar athugasemdir

Stórhóll komst fyrst í fréttirnar á sauðburði 2009 en alvarlegar athugasemdir voru þá gerðar búskapinn þar sem féð var illa fóðrað og dauðar skepnur höfðu ekki verið grafnar. Var það þó ekki í fyrsta skipti sem yfirvöld gerðu athugasemdir við aðbúnaðinn á bænum.

Málið fór fyrir dóm þar sem ábúendur voru dæmdir. Stefanía Lárusdóttir, ábúandi, hefur síðan haldið því fram í fjölmiðlum að hún hafi játað á sig illa meðferð á dýrum til að sleppa við frekari málarekstur.

Lítið fækkað

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkti um sumarið að svipta ábúendur leyfi til búfjárhalds en varð að gefa eftir og setja í staðinn sett ströng skilyrði fyrir áframhaldandi leyfi. Fénu, sem þá var yfir 1000 yrði fækkað verulega og fóðrun bætt. Eftir vörslusviptingu var fénu fækkað í 760 kindur og nýr umsjónarmaður gekkst í ábyrgð fyrir búreksturinn fram á vor.

Í desember voru 150 kindur fluttar af bænum áður en til vörslusviptingar kom.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.