Eydís í þriðja sæti hjá Samfylkingunni

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, skipa efstu sætin á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Eydís Ásbjörnsdóttir, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, er efst Austfirðinga í þriðja sætinu.

Á fundi kjördæmisráðs í lok janúar var ákveðið að stilla upp á listann og tók nýkjörin stjórn ráðsins að sér hlutverk uppstillingarnefndar. Tillaga hennar var síðan lögð fyrir fund kjördæmisráðs í kvöld og samþykkt samhljóða.

„Ég er stoltur af því að leiða áfram lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Allir frambjóðendur Samfylkingarinnar í kjördæminu eru gríðarlega öflugir, en það sem einkennir efstu fjögur sætin á listanum er ekki síst öflugur bakgrunnur í sveitarstjórnum. Öll höfum við setið í sveitarstjórnum og þekkjum vel mikilvægi nærþjónustunnar og nauðsyn þess að auka samvinnu og traust milli ríkis og sveitarfélaga. Ég hlakka til kosningabaráttunnar með þessum góða hópi," er haft eftir Loga í tilkynningu.

„Ég er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt og ég hlakka til kosningabaráttunnar sem framundan er. Ég brenn fyrir jöfnuði, þá ekki síst byggðajöfnuði, enda tel ég að við sem samfélag eigum mikið undir því að skapa hverjum einstaklingi skilyrði til þess að vaxa og dafna á eigin forsendum í landi sem bæði hefur upp á að bjóða sterka höfuðborg og öflugar landsbyggðir,“ segir Hilda Jana.

Listinn er svohljóðandi:

1. Logi Einarsson, Akureyri, Alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar
2. Hilda Jana Gísladóttir, Akureyri, bæjarfulltrúi og formaður SSNE
3. Eydís Ásbjörnsdóttir, Eskifirði, framhaldskólakennari og bæjarfulltrúi
4. Kjartan Páll Þórarinsson, Húsavík, íþrótta- og tómstundafulltrúi
5. Margrét Benediktsdóttir, Akureyri, háskólanemi
6. Sigurður Vopni Vatnsdal Gíslason, Vopnafirði, deildarstjóri á leikskóla
7. Ísak Már Jóhannesson, Akureyri, umhverfisfræðingur
8. Lilja Guðný Jóhannesdóttir, Neskaupstað, skólameistari
9. Ólafur Haukur Kárason, Siglufirði, byggingameistari
10. Guðrún Einarsdóttir, Húsavík, hjúkrunarfræðinemi
11. Jóhannes Óli Sveinsson, Akureyri, framhaldsskólanemi
12. Nanna Árnadóttir, Ólafsfirði, félagsliði á öldrunarheimili
13. Baldur Pálsson, Fellabæ, Austurlandsgoði
14. María Hjálmarsdóttir, Eskifirði, verkefnastjóri
15. Sigríður Huld Jónsdóttir, Akureyri, skólameistari
16. Magni Þór Harðarson, Eskifirði, ráðgjafi
17. Björgvin Valur Guðmundsson, Stöðvarfirði, kennari
18. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Akureyri, Alþingismaður
19. Svanfríður Inga Jónasdóttir, Dalvík, Fyrrverandi Alþingismaður og bæjarstjóri
20. Kristján L. Möller, Siglufirði, Fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.