Er byggðavandinn skortur á félagsþroska?

lunga_tonleikar_0180_web.jpgFramfarafélag Fljótsdalshéraðs heldur upp á 25 ára afmæli sitt á föstudag með málþingi þar sem yfirskriftin er „Er byggðavandinn skortur á félagsþroska.“

 

Dagurinn hefst á aðalfundi félagsins klukkan 15:00 á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Málþingið sjálft hefst að honum loknum klukkan 16:30.

Dagskrá þess er eftirfarandi:
 1.  Ávarp: Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs
Létt afmæliskaffi í boði afmælisbarnsins
 1.  Veiting viðurkenningarinnar „Frumkvæði til framfara“
 2.  Dæmi um hugmyndavinnu FFF, sem bar ávöxt
Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri
 4.  Framsöguerindi gesta:
•         Endalok höfuðborgarstefnunnar?
Þóroddur Bjarnason, formaður nýrrar stjórnar Byggðastofnunar
•         Gildi áhugamannafélaga í nútíma þjóðfélagi.
Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA)
 5.  Umræður um framsögur og yfirskriftina: Er byggðavandinn skortur á félagsþroska
•         Innleiðing eftir þörfum: Þórarinn Lárusson, formaður FFF
Fundarstjóri: Jónas Þór Jóhannsson, fyrsti formaður FFF

Allir velkomnir í afmælið, enda er fundurinn öllum opinn


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.