Enn ósamið um björgunarlaun Ölmu

alma_lvf.jpgEkki hafa náðst samningar um björgunarlaun flutningaskipsins Ölmu sem dregin var til hafnar á Fáskrúðsfirði fyrir rúmum mánuði. Trygging var reidd fram áður en skipið var dregið til Akureyrar um helgina.

 

„Það á alveg eftir að semja um björgunarlaunin. Það er enn beðið eftir gögnum úr sjóprófunum,en það var sett um 400 milljóna króna trygging fyrir kostnaði og björgunarlaunum,“ sagði Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar í samtali við Agl.is.

Alma missti stýrið þegar hún sigldi út frá Hornafirði. Hoffellið, skip Loðnuvinnslunnar, kom henni til bjargar. Alma var kyrrsett í höfninni á Fáskrúðsfirði að beiðni fyrirtækisins og sveitarfélagsins Hornafjarðar sem kröfðust allt að 625 milljóna króna björgunarlauna. Áætlað verðmæti farms Ölmu var um 2,5 milljarðar króna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.