„Engar ákvarðanir um okkur án okkar“

lunga_uppskera_0022_web.jpgUngmennaráð Fljótsdalshéraðs vill að ríkara mark verði tekið á rödd þess fyrir ungs fólks í sveitarfélaginu. Engar ákvarðanir verði teknar varðandi ungt fólk á Héraði án þess að rætt verði við ráðið fyrst.

 

Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð ráðsins. Þar eru nefndir sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs hvattar til að vísa málum sem varða ungt fólk í sveitarfélaginu til umsagnar hjá ráðinu.

Vísað er til þess að í samþykktum ráðsins hafi það þetta hlutverk enda sé það í góðu samræmi við eðlilegt lýðræðislegt ferli.

„Ungmennaráð minnir á að engar ákvarðanir um okkur eiga að vera teknar án okkar.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.