Engar almenningssamgöngur í Fjarðabyggð fyrir hádegi

Gular viðvaranir eru í gildi þennan morguninn og verið að skoða aðstæður á fjallvegum sem lokuðust í gær. Almenningssamgöngur falla niður í Fjarðabyggð fyrir hádegi en þá verður staðan endurmetin.

Gular viðvaranir eru í gildi fyrir bæði Austfirði og Austurland til klukkan níu. Búist er við norðaustan 10-18 m/s á Austurlandi en 15-20 m/s á Austfjörðum. Í báðum tilfellum fylgir snjókoma og skafrenningur með vondri færð. Viðvörunin fyrir Austfirði hefur verið í gildi síðan í gærmorgun en frá kvöldmat á Austurlandi.

Ekkert varð af fyrirhugðum fylgdarakstri yfir Fjarðarheiði í gærkvöldi vegna veðurs. Vegurinn þar hefur verið lokaður síðan í gærmorgun. Aðrir fjallvegir svo sem Fagridalur, Vatnsskarð, Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði lokuðust einnig þegar leið að kvöldi.

Eins varð ófært meðfram ströndinni frá Fáskrúðsfirði að Djúpavogi. Þar er byrjað að moka en verið að skoða aðstæður á Fjarðarheiði og Fagradal. Víðar á svæðinu er annað hvort þungfært eða færð enn óljós.

Björgunarsveitir voru kallaðar út í gær og aðstoðuðu meðal annars ferðalanga á Möðrudalsöræfum og Fagradal auk þess að hafa hjálpað fólki á Fjarðarheiði í gærmorgun, að því er fram kemur í frétt RÚV. Innanlandsflug féll niður í gærkvöldi en ætti að vera komast á rétt ról í dag.

Mynd: Unnar Erlingsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.