Ellefu í prófkjöri, sjö karlar - fjórar konur

Ellefu einstaklingar gefa kost á sér í prófkjöri framsóknarfólks á Fljótsdalshéraði, sem fram fer laugardaginn 6. mars næstkomandi. Alls fjórar konur gefa kost á sér, og sjö karlmenn. Í prófkjörinu gefur enginn af sitjandi bæjarfulltrúum flokksins, þau Björn Ármann Ólafsson, Anna Sigríður Karlsdóttir og Jónas Guðmundsson, kost á sér í efstu sæti.

 

frams_logo.jpg

 

Eftirtaldir gefa kost á sér til þátttöku:Áskell Einarsson, bóndi,  Eiðum í  2.-5. sæti

Eyrún Arnardóttir, dýralæknir, Egilsstöðum í  2. sætiGunnhildur Ingvarsdóttir, fjármálastjóri, Egilsstöðum í  2.-3. sæti

Helga Þórarinsdóttir, sviðsstjóri SAUST,  Egilsstöðum í  4.-7. sæti

Ingvar Ríkharðsson, prentari, Egilsstöðum, í  3.-7. sæti

Jónas Guðmundsson, bóndi, Jökulsárhlíð í 5. sæti

Páll Sigvaldason, ökukennari, Fellabæ í 1.-3. sæti

Pétur Guðvarðsson, garðyrkjumaður, Egilsstöðum í 6.-7. sæti

Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur, Egilsstöðum í  1. sæti

Þórey Birna Jónsdóttir, leikskólakennari, Fellabæ í 7. sæti

Þórhallur Pálsson, arkitekt, Eiðum í 1.-4. sæti

Prófkjörið fer fram eins og áður segir laugardaginn 6. mars nk. og verður kjörfundur frá kl. 10:00-18:00 í Austrasalnum að Tjarnarbraut 19 á Egilsstöðum.

Prófkjör B-listans er opið öllum sem eru með lögheimili á Fljótsdalshéraði og með kosningarétt á kjördegi.

Utankjörfundarkosning fer fram dagana 1.-5. mars á milli kl. 13:00-17:00 á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hverfisgötu 33, í Reykjavík.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar