Eitt tilboð í malbikun Egilsstaðaflugvallar

Hlaðbær Colas átti eina tilboðið sem barst í malbikun Egilsstaðaflugvallar, en tilboð voru opnuð í maí.

Tilboðið hljóðaði upp á 867.725.500 krónur án virðisaukaskatts. Kostnaðaráætlun verksins nam tæpum 1,4 milljörðum, en inni í því voru fleiri verk. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er tilboðið í malbikunina sjálfa nærri áætlun. Verið er að yfirfara gögn tilboðsins.

Verkið felur í sér yfirlagsmalbikun á flugbraut og akstursleið inn á flughlað á Egilsstaðaflugvelli. Þegar yfirlagsmalbikun er lokið verða flugbrautarljós hækkuð upp. Útboðið var auglýst á evrópska Efnahagssvæðinu.

Áætlað er að framkvæmdir hefjist í lok júní og verði lokið í ágúst. Hönnunin var unnin af verkfræðistofunni Verkís og mun verkfræðistofan Efla sjá um eftirlit með verkinu. Þessar verkfræðistofur voru valdar á grundvelli rammasamnings við Isavia.

Á meðan á framkvæmdum stendur má búast við einhverri röskun á starfsemi flugvallarins, en völlurinn verður opinn fyrir áætlunar- og sjúkraflug.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.