Einn slasaður eftir bílveltu í Norðfirði

Bílvelta varð á áttunda tímanum í morgun á Norðfjarðarvegi. Að sögn lögreglunnar á Austurlandi varð slysið til móts við reiðhöll hestamannafélagsins Blæs, nálægt gatnamótum Norðfjarðarvegs og Oddskarðsvegs. 

Ökumaður var einn í bílnum og var hann fluttur töluvert slasaður með sjúkraflugi til aðhlynningar á Landsspítala. Ekki er vitað nánar af meiðslum mannsins.

Bíllinn fór nokkrar veltur og endaði að sögn vegfarenda úti á túni í þó nokkurri fjarlægð frá veginum. 

Málið er í rannsókn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.