Einn slasaður eftir bílveltu í Norðfirði

Bílvelta varð á áttunda tímanum í morgun á Norðfjarðarvegi. Að sögn lögreglunnar á Austurlandi varð slysið til móts við reiðhöll hestamannafélagsins Blæs, nálægt gatnamótum Norðfjarðarvegs og Oddskarðsvegs. 

Ökumaður var einn í bílnum og var hann fluttur töluvert slasaður með sjúkraflugi til aðhlynningar á Landsspítala. Ekki er vitað nánar af meiðslum mannsins.

Bíllinn fór nokkrar veltur og endaði að sögn vegfarenda úti á túni í þó nokkurri fjarlægð frá veginum. 

Málið er í rannsókn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar