Einn hlýjasti apríl sem mælst hefur

Nýliðinn aprílmánuður var einn sá hlýjasti sem mælst hefur á Íslandi, sem og Austurlandi, samkvæmt samantekt Veðurstofunnar. 

Mánuðurinn var sá hlýjasti í sögunni á sex mælistöðvum: í Reykjavík, Stykkishólmi, Bolungarvík, Grímsey, á Akureyri og á Hveravöllum og sá næsthlýjasti í sögunni, apríl 1974 var heitari.

Á Egilsstöðum var meðalhitinn 5,5°C og sá næst hæsti í 65 ára mælingasögu. Á Dalatanga var meðalhitinn 4,3°C og mánuðurinn sá fjórði hlýjasti í 81 árs mælingasögu og á Teigarhorni 4,8°C og mánuðurinn sjötti í röðinni af 147.

Á Egilsstöðum var þetta 4,3° hlýrra en að meðaltali árin 1961-1990 og 3,3° hlýrra en 2009-2018, en 2,6-2,8 og 1,7-1,8 heitara fyrir tímabilin tvö á hinum stöðunum tveimur.

Minnsta hitavikið mældist í Papey, 1,5 stig. Lægsti meðalhiti í byggð var í Möðrudal, 2,6 gráður og lægsti meðalhiti á landinu á Gagnheiði, 1,2°.Hæsti loftþrýstingur mældist 1034,6 hPa á Egilsstaðaflugvelli sjöunda dag mánaðarins.

Hæsti dægurhiti austan lands var 18,1° á Egilsstöðum. Í byggð fór frost mest í -11,3° á Hallormsstað en -14,6° á Fjarðarheiði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.