Ein umsókn um stöðu skólameistara VA

Ein umsókn barst um stöðu skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands en umsóknarfrestur rann út í byrjun síðustu viku.

Um stöðuna sótti Lilja Guðný Jóhannesdóttir, gæðastjóri og kennari við skólann.

Menntamálaráðherra skipar í stöðuna til fimm ára frá 1. ágúst þegar Elvar Jónsson, núverandi skólameistari, lætur af störfum.

Í auglýsingu segir að leitað sé eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu, hæfileika til nýsköpunar og að stýra breytingum. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg.

Gerð er krafa um að skólameistari hafi starfsheitið framhaldsskólakennari og viðbótarmenntun í stjórnun og kennslureynslu á framhaldsskólastigi.

Verkmenntaskóli Austurlands er áfangaskóli þar sem er boðið er upp á nám á bók- og starfsnámsbrautum. Haustið 2017 var boðið upp á nám á 14 námsbrautum; 8 verk- og starfsnámsbrautum, starfsbraut fyrir fatlaða, framhaldsskólabraut og 4 stúdentsbrautum. Starfsfólk skólans er um 40 og nemendur í dagskóla eru um 220.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.