Dregið um veiðileyfi í dag: Færri umsóknir en í fyrra

hreindyr_vor08.jpg
Dregið verður um hreindýraveiðileyfi fyrir komandi veiðitímabil á Egilsstöðum í dag. Umsóknir um leyfi í ár eru heldur færri en í fyrra þótt leyfunum fjölgi.

Alls bárust í ár 3.581 gildar umsóknir þar sem umsækjendur uppfylltu öll tilskilin réttindi. Þar af eru 93 umsóknir frá erlendum veiðimönnum. Eins eru 55 manns sem falla undir svokallaða fimm skipta reglu. Undir hana falla þeir sem ekki hafa úthlutað dýri í síðustu fimm umsóknum sínum. Þeir fara fram fyrir í biðröð.

Umsóknirnar í ár eru um átta hundruð færri en í fyrra. Kröfur hafa verið hertar um að skyttur ljúki skotprófi áður en þær haldi til veiða. Leyft er að veiða 1.229 dýr.

Drátturinn hefst klukkan 14:00 í húsakynnum Þekkingarnets Austurlands á Vonarlandi á Egilsstöðum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á hreindyr.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.