Dæmdur til að greiða skaðabætur vegna líkamsárásar

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til að greiða tæplega 3,5 miljónir í skaðabætur vegna alvalegrar líkamsárásar á Seyðisfirði í október árið 2007.

hrasdmur.jpgHelstu málsatvik eru þau að með dómi Héraðsdóms Austurlands frá því í maí 2008, var stefndi sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á stefnanda, í október 2007, fyrir utan veitingastað á Seyðisfirði. Var stefndi sakfelldur fyrir að hafa slegið stefnanda með gangstéttarhellubroti í höfuðið og sparkað í bak hans og valdið með því sári á höfði stefnanda. Ósannað þótti hins vegar að stefndi hefði sparkað í ökkla stefnanda og valdið því þannig að hann ökklabrotnaði, eins og honum var einnig gefið að sök í ákæru málsins. Þar sem stefnda var ekki gefið að sök að hafa valdið ökklabroti stefnanda með öðrum hætti var ekki frekar um það fjallað í sakamálinu.      Stefndi var jafnframt dæmdur til að greiða stefnanda miskabætur vegna afleiðinga árásarinnar sem hann var dæmdur fyrir, það er höfuðáverka. Fram kemur í stefnu að bótanefnd hafi greitt stefnanda bætur vegna þessa hluta málsins og stefnandi telji sig ekki hafa orðið fyrir varanlegu tjóni vegna höfuðáverka sinna. Þeim hluta málsins sé því lokið. 

Nú var krafist bóta úr hendi stefnda vegna ökklabrotsins.     Stefnandi óskaðieftir því, að dómkvaddur yrði einn hæfur og óvilhallur matsmaður til að meta líklegar orsakir ökklabrotsins, tímabil óvinnufærni, þjáningarbóta, miskabóta og varanlegrar örorku matsbeiðanda vegna tjónsins sem hann hafi orðið fyrir við líkamsárás stefnda.

Stefnandi sundurliðar kröfuna með þessum hætti:

Útlagður kostnaður.                         kr. 18.671

Tímabundið tekjutap.                      kr. 770.496

Þjáningabætur.                                 kr. 63.050

Bætur vegna varanlegs miska.         kr. 644.600

Bætur vegna varanlegrar örorku      kr. 2.001.982

Samtals                                       kr. 3.498.799

 

Niðurstaða dómsins:      Stefndi, greiði stefnanda, 3.498.799 krónur, með vöxtum  frá 21. október 2007 til 1. mars 2009 og með dráttarvöxtum  frá þeim degi og til greiðsludags.         Stefndi greiði stefnanda 650.000 krónur í málskostnað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.