Dagskrá 17. júní klár í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð heldur 17. júní hátíðlegan í ár í samstarfi við Ungmennafélagið Austra á Eskifirði. Glæsileg dagskrá verður í boði þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Greint er frá dagskránni á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að hún hefjist kl. 08:00 þegar fánar verða dregnir að húni. Íbúar í Fjarðabyggð eru hvattir til að flagga í tilefni dagsins.

Annars er dagskráin svona:

Kl. 10:00 – 18:00 – Opið í Sundlaug Eskifjarðar – Frítt inn
11:00 – Víðavangshlaup hefst við sundlaugina. Tvær vegalengdir - leikskólahlaup og grunnskólahlaup. Fólk er beðið að mæta tímanlega.
13:00 – 17:00 – Opið á Sjóminjasafni Austurlands á Eskifirði. Frítt inn
13:00 - Skrúðganga frá Valhöll á hátíðarsvæðið við Eskjutún.
13:15 - Hátíðardagskrá hefst á Eskju túni – Andri Bergmann stýrir dagskránni
Bæjarstjóri flytur ávarp
Fjallkonan flytur ávarp
Veitingasala á vegum Austra
Skapandi sumarstörf verða á staðnum
Hoppukastalar
Fjölbreytt tónlistaratriði
Þrautabraut
17:00 - Dagskrárlok
Af öðrum viðburðun má nefna að kl. 13:00 – 17:00 Opið í Sjóminjasafni Austurlands á Eskfirði – Frítt inn
13:00 – 16:00 Ljósmyndasýningin „Draugahundur“ í Gamla barnaskólanum
20:00 - Tónleikar með Siggu Beinteins og Grétari Örvars í Tónlistarmiðstöðinni

Ekki verður boðið upp á sætaferðir úr byggðakjörnum Fjarðabyggðar á hátíðina eins og verið hefur undanfarinn ár.

Ef veður eða aðstæður verða ekki hagfeldar mun hátíðardagskráin færast inn í Valhöll. Hægt er að fylgjast með upplýsingum um það á vefsíðunni og á Facebook síðu Fjarðabyggðar.

Mynd: fjardabyggd.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.