Dæmdur fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á fyrrum sambýliskonu sína á fyrrverandi heimili þeirra.

Maðurinn mun hafa ruðst inn í húsið með því að opna rafknúna bílskúrshurð og fara þannig inn um hliðardyr inn í húsið.

Þar veittist hann að konunni og hrinti henni í gólfið. Hún meiddist á höfð, handlegg og fótum. Að auki eyðilagði hann farsíma og fartölvu konunnar með að grýta þeim í gólfið.

Maðurinn mætti ekki fyrir dóm við þingfestingu. Var fjarvera hann talin jafngilda játningu.

Í dóminum segir að sár konunnar hafi gróið á nokkrum dögum og maðurinn bætt raftækin. Sekt hans telst hins vegar fullsönnuð. Hann var ákærður fyrir brot gegn fyrrverandi maka en brot hans falla einnig undir ákvæði um líkamsárás, húsbrot og eignatjón.

Maðurinn hefur ekki áður hlotið dóm. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.