Dæmdur fyrir að löðrunga sambýliskonu sína

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að löðrunga sambýliskonu sína.

Samkvæmt ákæru sló maðurinn sambýliskonu sína flötum lófa í andlit þannig að hún hlaut konan kúlu, roða og eymsli á gagnauga eftir höggið.

Maðurinn játaði brot sitt skýlaust, bæði við skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi. Hann lýsti iðrun og sagðist vera að leita sér sérfræðiaðstoðar vegna hegðunarinnar. Konan vildi ekki gefa skýrslu fyrir dóminum.

Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi farið fram á að refsingu yrði frestað, honum yrði ekki gerð refsing eða sú vægasta sem völ væri á.

Svo fór að maðurinn var dæmdur í 45 daga fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára. Þá var honum að greiða um 250.000 í málskostnað sem helming af kostnaði við verjanda hans.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.