Bílvelta í Heiðarenda

Fólksbíll valt á veginum um Heiðarenda, á leiðinni frá Egilsstöðum norður á Jökuldal, milli klukkan 19 og 20  í kvöld.   Ökumaður sem í bílnum var ásamt farþega sluppu ómeiddir, en bíllinn varð óökufær við veltuna.

logreglan.jpgLögreglan á Egilsstöðum segir að bíllinn hafi snúist út af veginum vegna hálku. Bíllinn sem var mikið skemmdur, ef ekki ónýtur eftir veltuna og var fluttur burt með kranabíl.

Lögreglan á Egilsstöðum beinir því til vegfarenda á Austurlandi að þeir vari sig á hálkublettum sem víða leynast á Héraðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar