Bálhvasst á Borgarfirði: Þakplötur fuku af frystihúsinu

bfj_thakfok_11032012_dagbj_web.jpg
Bálhvasst hefur verið víða á Austurlandi í dag og samgöngur farið úr skorðum. Þakplötur rifnuðu af gamla frystihúsinu á Borgarfirði eystri.
 
Vindurinn fór upp í 30 m/s í snörpustu vindhviðunum á Borgarfirði í dag. Þar losnuðu nokkrar þakplötur af gamla frystihúsinu og fuku meðal annars niður í fjöru.

Hvassviðri hefur hamlað samgöngum á Austurlandi í dag. Ekkert var flogið framan af degi. Byrjað er að fljúga á ný og er fyrsta vélin væntanleg til Egilsstaða um kvöldmatarleytið. 

Á Oddsskarði og Vopnafjarðarheiði mældust vindhviður um og yfir 40 m/s í morgun. Vindinn hefur lægt verulega núna seinni partinn.

Mynd: Dagur Björnsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.