Blak: Spiluðum fullkominn leik – Myndir

Þróttur vann Stjörnuna tvisvar í Mizunodeild karla í blaki í Neskaupstað um helgina en þurfti að hafa mismikið fyrir sigrunum. Þjálfari liðsins lýsir fyrri leiknum sem fullkomnum.


Þróttur vann fyrri leikinn á laugardag 3-0 eða 25-18, 25-20 og 25-7 í hrinum. Afgerandi sigur í síðustu hrinunni vakti sérstaka athygli.

„Það var allt fullkomið, í síðustu hrinunni small allt. Ég held reyndar að Stjarnan hafi hálf gefist upp og við gátum notað tækifærið til að gefa nánast öllum leikmönnum tækifæri sem ég er mjög ánægð með. Þegar allt gengur upp eykst sjálfstraustið og menn verða enn betri,“ sagði Ana Vidal, þjálfari liðsins.

Spenna á sunnudag

Seinni leikurinn á sunnudag vannst í oddahrinu. Stjörnumenn pirruðu sig á meintri heimadómgæslu strax á fyrstu stigum þess leiks og rann sá pirringur aldrei af þeim. Þegar hausinn var í lagi spiluðu þeir glimrandi blak en þess á milli fékk Þróttur að eiga sviðið.

Það sást til dæmis í upphafi. Eftir að hafa mótmælt fyrsta stiginu var vörnin hvergi nálægt í þeim næstu og leikmenn Stjörnunnar strax byrjaðir á skeytasendingum innan liðsins. Þeim tókst að gera hrinuna spennandi en Þróttur kláraði hana 25-20 með tveimur föstum smössum Jorge Basualdo.

Stjarnan komst í 1-5 í annarri hrinu, Þróttur jafnaði í 9-9 en missti hrinuna aftur út úr höndum sér þannig að Stjarnan vann 20-25.

Jafnt var í þriðju hrinu upp í 7-8 en þá lenti Þróttur á algjörum múr og Stjarnan komst í 8-18. Hávörn liðsins virtist Þrótturum ókleif og ekkert gekk upp í sókninni sem færði Stjörnunni 13-25 sigur og þar með forskot í leiknum.

Þróttur snéri tveimur hrinum

Þróttur var enn í sömu vandræðunum í upphafi fjórðu hrinu og tók leikhlé eftir að Stjarnan skoraði fyrstu fjögur stigin. Þróttur jafnaði í 5-5 og eftir það var jafnt á öllum tölum. Stjarnan leiddi 17-18 en þá skoraði Þróttur þrjú stig í röð og vann 25-23.

Stjörnumenn voru afar ósáttir við dómgæsluna í leiknum þar sem þeir töldu annars vegar vafaatriðin falla öll Þróttarmegin og hins vegar að ekki væri dæmt jafnt á liðum. Á köflum virtust þeir hafa nokkuð til síns máls en í öðrum tilfellum var á hreinu að engin innistæða var fyrir látunum. Hvað sem því líður er merkilegt að liði hafi ekki fengið fleiri en eitt gult spjald sem þjálfaranum var sýnt snemma leiks.

Þeir voru ekki ánægðir þegar ruglingur kom upp í stigatalningunni í oddahrinunni og var leikurinn stopp í nokkurn tíma á meðan greitt var úr. Stjarnan var með yfirhöndina 6-8 en Þróttur komst loksins yfir 12-11 og kláraði hrinuna 15-13 með góðum lokasóknum.

Of mörg mistök í sókninni

„Ég veit ekki hvað snéri leiknum. Sennilega að við gerðum færði mistök í sókninni. Við gerðum dálítið af þeim og sendingarnar voru ekki nógu góðar. Þar með áttu þeir auðveldara með að verjast okkur í hávörninni,“ sagði Ana eftir leik.

„Ég gaf strákunum líka ákveðnar leiðbeiningar um hvernig þeir ættu að mynda blokkina. Við gerðum nokkur mistök sem kostaði að við þurftum í oddahrinu en þegar uppi er staðið er sigur á heimavelli það eina sem skiptir máli.“

Þróttur hefur þar með unnið fyrstu fjóra leiki sína. „Það er gott að byrja svona og við teljum okkur í góðu ástandi en það er löng leið eftir enn og við höldum áfram að æfa og bæta okkur.“

 

Ana Vidal
Blak Throttur Stjarnan Kk 20161002 0001 Web
Blak Throttur Stjarnan Kk 20161002 0007 Web
Blak Throttur Stjarnan Kk 20161002 0011 Web
Blak Throttur Stjarnan Kk 20161002 0014 Web
Blak Throttur Stjarnan Kk 20161002 0020 Web
Blak Throttur Stjarnan Kk 20161002 0024 Web
Blak Throttur Stjarnan Kk 20161002 0040 Web
Blak Throttur Stjarnan Kk 20161002 0044 Web
Blak Throttur Stjarnan Kk 20161002 0055 Web
Blak Throttur Stjarnan Kk 20161002 0058 Web
Blak Throttur Stjarnan Kk 20161002 0074 Web
Blak Throttur Stjarnan Kk 20161002 0087 Web
Blak Throttur Stjarnan Kk 20161002 0093 Web
Blak Throttur Stjarnan Kk 20161002 0095 Web
Blak Throttur Stjarnan Kk 20161002 0097 Web
Blak Throttur Stjarnan Kk 20161002 0100 Web
Blak Throttur Stjarnan Kk 20161002 0118 Web
Blak Throttur Stjarnan Kk 20161002 0123 Web
Blak Throttur Stjarnan Kk 20161002 0132 Web
Blak Throttur Stjarnan Kk 20161002 0140 Web
Blak Throttur Stjarnan Kk 20161002 0154 Web

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.