Bjóða leiðsögn sérfræðinga um fornleifasvæðið í Seyðisfirði

Þriðja sumarið í röð eru fornleifafræðingar komnir austur á Seyðisfjörð til frekara rannsókna í landi Fjarðar en uppgröftur þar hefur leitt sífellt fleiri forvitnlegra hluta í ljós.

Framundan þetta sumarið er að grafa í hinn forna bæjarhól en rannsóknir hafa sýnt að hann nær yfir mun stærra svæði en áður var talið. Uppgröfturinn tók, sem kunnugt er, óvænta stefnu síðsumars í fyrra þegar kumlateigur með fjórum grafreitum frá heiðnum tímum kom í ljós. Þar reyndust grafnir fjórir einstaklingar með nokkuð ríkulegum búnaði og er talið líklegt að hin látnu hafi tengst bænum Firði en þar á landnámsmaðurinn Bjólfur að hafa búið.

Töluverður almennur áhugi hefur verið á uppgreftinum og nú gefst áhugasömum tækifæri að kynnast uppgreftrinum í návígi með leiðsögn fornleifafræðinganna á staðnum. Slík leiðsögn hefst í dag klukkan 14 og verður í boði vikulega í kjölfarið á hverjum föstudegi á sama tíma.

Ragnheiður Traustadóttir, sem leitt hefur verkefnið, mun ennfremur halda fyrirlestur um rannsóknirnar fyrir áhugasama í félagsheimilinu Herðubreið þann 28. júní næstkomandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.