Birkikrossviður í leikskólanum: Ítarleg skoðun

pallbjorgvin_bjorni_sbs_myglusveppir.jpg
Í ljós hefur komið að birkikrossviður er í þaki leikskólans Skógarlands á Egilsstöðum þvert á það sem áður hafði verið fullyrt. Sérfræðingur hefur verið við störf í skólanum í morgun við ítarlega skoðun.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar á Fljótsdalshéraði sem send var starfsfólki og foreldrum leikskólabarna í morgun og birt á vef sveitarfélagsins. Á íbúafundi fyrir viku sögðu þeir að krossviðurinn hefði ekki verið notaður í þak skólans, sem byggður var af ÍAV líkt og hús í Votahvammi þar sem komið er upp myglusveppavandamál.

„Fullyrt hefur verið að þar hafi ekki verið notaðar birkikrossviðarplötur en nú hefur komið í ljós að þær fullyrðingar byggðu á röngum upplýsingum. Slíkar plötur er að finna í a.m.k. hluta af þaki skólans en nánari athugun mun leiða í ljós hversu víða þetta efni er að finna,“ segir í yfirlýsingunni.

„Fyrir hönd sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs biðjumst við hér með velvirðingar á því að hafa áður látið frá okkur fara rangar upplýsingar í þessu máli.“

Áréttað er að engar vísbendingar um myglu hafi fundist í fyrri rannsóknum á skólabyggingunni. Í ljósi hinna nýju upplýsinga var hins vegar hóað í sérfræðing skoðað hefur leikskólann í dag.

Í yfirlýsingunni er einnig minnt á að birkikrossviðurinn einn og sér sé ekki mygluvaldur. Sveppamyndunin ráðist einnig af byggingarlagi hafi verið réttur þegar húsið var byggt.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.