Bíða niðurstaðna úr seinni skimun eftir sjúkrahússmit

Þeir starfsmenn sjúkrahússins í Neskaupstað, sem voru enn í sóttkví eða smitgát vegna Covid-smits starfsmanns þar í síðustu viku, fóru í sýnatöku í morgun. Von er á niðurstöðum seint í kvöld.

Ekki hafa greinst enn greinst fleiri smit út frá starfsmanninum. Alls eru 17 í einangrun og 23 í sóttkví á Austurlandi.

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi er farið yfir reglur um framkvæmd prófa. Hafi fólk einkenni dugir ekki sjálfspróf eða heimapróf, þar sem hætta sé á falskri niðurstöðu, heldur verði að bóka PCR-sýnatöku á heilsugæslustöð.

Þá er ítrekað að fólk hafi varann á þegar það komi heim frá útlöndum, jafnvel þótt lögboðin sýnataka innan tveggja sólarhringa frá heimkomu, hafi verið neikvæð. Mikilvægt sé að sýnatöku á heilsugæslu og bíða niðurstöðu heima fyrir geri einkenni vart við sig eftir utanlandsferð.

Aðgerðastjórnin hvetur Austfirðinga til að þiggja örvunarbólusetningu þegar boð berast. Einnig skiptir máli að sinna áfram persónubundnum sóttvörnum, nota spritt og grímur til að verja sjálfa sig og aðra. „Höldum áfram að gera þetta saman.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.