Bannað að nota fjórhjól við hreindýraveiðar

dv_hreindyr_screenshot.jpg

Ólöglegt er að fara til hreindýraveiða á fjórhjóli eða sækja á því fallna bráð. Mynd af hauslausu hreindýri á fjórhjóli sem lagt var á fjölförnu svæði á Egilsstöðum um helgina hefur fengið mikla athygli í fjölmiðlum.

 

Samkvæmt reglum um vernd, friðum og veiðar á villtum fuglum og spendýrum „má nota vélknúin farartæki á landi önnur en vélsleða, fjórhjól og önnur torfærutæki til að flytja veiðimenn að og frá veiðilendum og þá eingöngu á vegum eða merktum slóðum.“

Leiðsögumenn með hreindýrum mega nota sexhjól til að sækja fallið hreindýr. Undanþágan nær ekki til leiðsagnarinnar eða til að nota sexhjólin við veiðar eða til að aka utan vega eða merktra slóða.

Þetta þýðir í raun að nær öll notkun fjórhjóla við hreindýraveiðar er bönnuð. Eftir því sem Austurfrétt kemst næst skoðar Umhverfisstofnun notkun hjólsins í veiðiferðinni og hvort öllum reglum þar að lútandi hafi verið fylgt. Bent er á þessar takmarkanir í bréfi sem allir leyfishafar fá sent fyrir veiðitímabilið.

Myndin, sem tekin var af Egilsstaðabúa um helgina birtist á vef DV í gær, hefur vakið mikla athygli. Hjólið er á kerru aftan í stórum jeppa sem lagt hefur verið utan við verslunarkjarnann sem hýsir meðal annars Bónus og Subway. Ofan á hjólinu liggur skrokkurinn óhulinn en blóðug krúnan aftast á kerrunni. 

Mynd: Skjáskot af DV.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.