Banaslys við Egilsstaði

Banaslys varð á Vallavegi um 10 kílómetrum sunnan við Egilsstaði, við bæinn Ketilsstaði á áttunda tímanum í morgun.

logreglubill3.jpgTilkynnt var um slysið milli klukkan 7 og 8 í morgun.  Fólksbíll fór út af veginum út í skurð við bæinn Ketilsstaði á Völlum. Ökumaðurinn sem var á þrítugsaldri var einn í bílnum, hann var látinn þegar að var komið. Talið er að hann hafi látist samstundis.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði fer með rannsókn málsins í samvinnu við lögregluna á Egilsstöðum og rannsóknarnefnd umferðarslysa.

Ekki er hægt að birta nafn mannsins að svo stöddu.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.