Íbúðalánasjóður leysti til sín 56 íbúðir

Lokasala fór fram  hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði á 56 íbúðum í þremur blokkum við Kaupvang á Egilsstöðum í dag.

uppbod_kaupvangur.jpgÍbúðirnar sem um ræðir eru 56 í þremur blokkum við Kaupvang 41 til 45 á Egilsstöðum, oftast nefndar ,,Kirkjugarðsblokkirnar" í daglegu tali.  Stærð íbúðanna er um það bil 70 til 100 fermetrar hver og mismikið hvíldi á þeim, eða á bilinu frá 18 til 25 miljónir eftir stærð þeirra.  Íbúðalánasjóður leysti til sín allar íbúðirnar, á uppboðinu og verður orðinn formlegur eigandi þeirra 11. mars næstkmandi að liðnum samþykkisfresti.  Það var Lárus Bjarnason sýslumaður á Seyðisfirði sem stýrði uppboðinu og mættur að hálfu Íbúðalánasjóðs Gísli M. Auðbergsson hdl. á Eskifirði.

Ekki voru margir mættir á uppboðið utan fjölmiðlamenn.  Mætt voru Guðbjörg Úlfsdóttir starfsmaður sýslumanns, Lárus Bjarnason sýslumaður, Gísli M. Auðbergsson lögfræðingur fyrir Íbúðalánasjóð, Björn Snædal Hólmgeirsson var mættur fyrir gerðarþola og Aðalheiður Árnadóttir lögfræðingur fyrir Lögheimtuna.  Auk eins manns sem bauð í tvær eignir á móti Íbúðarlánasjóði en fékk hvoruga, þar sem Íbúðalánasjóður varði sína kröfu til fulls. Aðeins tver aðrir litu við á uppboðinu og stöldruðu stutt við.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.