Íbúðalánasjóður eignast 65 íbúðir á Reyðarfirði

Íbúðalánasjóður eignaðist í dag 65 íbúðir við lokasölu íbúða í Melgerisblokkunum fjórum á Reyðarfirði.

melgerdisblokk_aa.jpgEftir lokasöluna í dag á Íbúðalánasjóður á nú alls um 180 íbúðir á Austurlandi. 65 íbúðir komu inn til íbúðalánasjóðs á Reyðarfirði í dag eins og áður sagði. Í síðustu viku eignaðist sjóðurinn 56 íbúðir á einu bretti í Kirkjugarðsblokkunum þremur á Egilsstöðum.   Fyrir átti Íbúðalánasjóður um 60 íbúðir víðs vegar um Austurland.

Fram kom í máli Guðmundar Bjarnasonar forstjóra Íbúðalánasjóðs í fréttum Ríkisútvarpsins í dag að ekki komi til greina að setja þessar íbúðir á sölu í einu lagi. Nú verði markaðurinn kannaður áður en til sölu kemur og kannað hvort áhugi sé fyrir kaupum á þessum íbúðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.