Austfirskir læknar: Öryggi sjúklinga stefnt í hættu ef niðurskurður gengur eftir

ImageLæknaráð Heilbrgðisstofnunar Austurlands (HAS) telur að nái áætlaður niðurskurður ríkisins á framlögum til stofnunarinnar fram að ganga muni heilbrigðisþjónusta á svæðinu skerðast svo að öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu.

 

Þetta kemur fram í álykun sem ráðið sendi frá sér eftir seinasta fund.

Þar segir að starfsemi Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað (FSN) veikist mjög og veruleg hætta sé á að hún leggist alveg af. Þeirri þjónustu þurfi þá að sinna annars staðar, innlögnum þar fjölga og sjúkraflutningum sömuleiðis.

Heilsugæslusjúkrahúsin (H-sjúkrahúsin) á Egilsstöðum og Seyðfirði leggist af og breytist í hjúrkunarheimili. Sjúklinga þaðan þurfi að leggja inn annars staðar og sjúkrahúsin geti ekki tekið við sjúklingum annars staðar frá.

„Álag á heilsugæsluna mun vaxa, en hún fær minna rekstrarfé samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, og verður því verr í stakk búin til að axla auknar kröfur. Þjónusta við íbúa Austurlands skerðist því verulega og þeim verður gert að sækja hana til Reykjavíkur og Akureyrar með auknum kostnaði einstaklinganna og samfélagsins,“ segir í ályktuninni.

Í greinargerð með frumvarpinu er varað við afleiðingum fjöldauppsagna. Á Norfirði þurfi væntanlega að segja upp öðrum, eða báðum, lyflæknum en gert er ráð fyrir að halda áfram skurðlæknaþjónustu.

„Ólíklegt er að sérfræðilæknar fáist til vinnu á sjúkrahúsi þar sem ekki starfar lyflæknir. Verði þjónusta FSN stórlega skert og heilsugæslusjúkrahúsunum lokað þýðir það stóraukið álag á heilsugæsluna.

Ljóst er að hinn harði og óvægni niðurskurður sem boðaður er í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar mun hafa í för með sér stórfellda skerðingu heilbrigðisþjónustu á Austurlandi.

Hann mun auka á vanda heilsugæslunnar, brjóta niður áratuga uppbyggingarstarf á FSN, valda uppsögnum og atvinnuleysi, brottfluttningi fólks af Austurlandi og líklega landflótta.  Er þetta rétta leiðin að hinu nýja Íslandi?“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.