Austfirskir þjófar handteknir

logreglumerki.jpgLögreglan á Eskifirði handtók í gær nokkra aðila í tengslum við rannsóknir innbrota og þjófnaða, sem framin hafa verið í umdæminu og víðar undanfarnar vikur. Málin teljast nú upplýst og hinum handteknur hefur verið sleppt.

 

Þjófarnir brutust inn og stálu á Hótel Capitano í Neskaupstað, í lóðsbátnum Vetti á Reyðarfirði, skemmu Skógræktar ríksins á Hallormsstað, vörugám á Egilsstöðum og hjá Gámafélaginu á Reyðarfirði.

Þjófarnir brutust einnig inn í sumarbústað í landi Úlfsstaða á Fljótsdalshéraði og reyndu að komast inn í annan en eins og Agl.is hefur greint frá var þaðan stolið hraðsuðukatli um áramótin. Þjófarnir stálu einnig vörum og kortaveski frá viðskiptavini Krónunnar á Reyðarfirði og misnotuðu viðskiptakort olíufélags.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.