Austfirðingar duglegir við að minnka matarsóun

„Viðskiptavinir taka þessu rosalega vel og við sjáum að þeim er ekki sama,“ segir Sigurjón Magnússon, verslunarstjóri í Krónunni á Reyðarfirði, um átakið Minnkum matarsónun og mikla sölu á vörum í þeim flokki á svæðinu.Krónan fór af stað með átakið Minnkum matarsóun fyrir tveimur árum. „Við blésum svo í alla lúðra fyrir rúmu ári – fórum í algera herferð, pöntuðum merkimiða og vitundarvakningin hófst formlega. Tilboðin eru tvíþætt, annars vegar er það kjöt sem fer á 25% afslátt þegar það nálgast síðasta söludag og daginn áður en það rennur út er það sett í frost og selt á 50% afslætti. Hins vegar eru tvö verð í gangi fyrir aðrar vörur, 99 krónur og 199 krónur. Áður fyrr fór sambærileg matvara öll á sérstakar flokkunarstöðvar og þaðan nýttar í dýrafóður aðrar vörur eins og rifnir þvottaefnispakkar beint í Sopru. Auðvitað er enn eitthvað sem við komum ekki út og fer þessa leið, en það er ekki nema brot af því sem það var áður.“

 


Fleiri tilboð á döfinni

Sigurjón segir viðskiptavini á svæðinu mjög ánægða með fyrirkomulagið. „Við finnum fyrir miklum og jákvæðum meðbyr allsstaðar á landinu, ekki síður á landsbyggðinni. Verslunin hér á Reyðarfirði er í einu af toppsætunum í sölu á þessum vörum miðað við aðrar verslanir sömu stærðar, sem er mjög jákvætt. Við ætlum að gera enn betur við okkar viðskiptavini í þessum málum, eitthvað sem verður tilkynnt síðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar