Austfirðingar vilja meiri stuðning ríkisins við aðgerðir gegn riðu

Stuðningur við að ríkið leggi meiri fjármuni í aðgerðir til að koma í veg fyrir riðu í sauðfé er mestur á Austurlandi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun.

Samkvæmt könnun Prósents eru 89% Austfirðinga fylgjandi eða mjög fylgjandi auknum aðgerðum. Þetta er hæsta hlutfallið, sem er þó aðeins ögn hærra en á Norðurlandi og Suðurlandi. Þar eru þó fleiri sem lýsa sig mjög fylgjandi aðgerðum, 55% á Norðurlandi samanborið við 26% á Austurlandi.

Andstaða mælist takmörkuð á þessum landssvæðum en Austurland sker sig úr að því leyti að hlutfall þeirra sem segjast mjög ósammála fullyrðingu könnunarinnar mælist ekki þar. 8% segjast hvorki sammála né ósammála og 3% ósammála.

Könnunin var gerð dagana 25. apríl til 12. maí í gegnum viðhorfahóp Prósents. Á landsvísu mældist 73% stuðningur við auknar aðgerðir. Stuðningurinn er meiri á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu/Suðurnesjum og eins er eldra fólk hlynntara aðgerðum en yngra fólk.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.