Aurskriða lokaði Kambaskriðum í morgun

Vegurinn um Kambaskriður, milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur, var lokaður í minnst tvo tíma eldsnemma í morgun vegna aurskriðu.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni barst tilkynning um skriðuna um klukkan 5:30 og var leiðin ekki fær á ný fyrr en um tveimur tímum síðar.

Ari Guðmundsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði, segir syllu hafa fallið úr skeringarbakkanum ofan við veginn. Skriðan hafi verið um tveir metrar á þykkt við veginn ofanverðan og 20-25 metrar á þykkt.

Hún féll utarlega í skriðunum Breiðdalsvíkurmegin.

Talsverð rigning var á þessum slóðum í gær. Grjóthrun var þar í gærkvöldi og ausandi rigning um miðnættið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.