Átta Austfirðingar á lista Sjálfstæðisflokksins

Átta Austfirðingar eru á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi þingkosningar en listinn var samþykktur á fundi kjördæmisráðs flokksins í gær. Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði og fyrrverandi þingmaður, er efst Austfirðinganna og skipar fjórða sætið.

Það var kjörnefnd sem gerði tillögu um listann og var hún samþykkt. Sjálfstæðisflokkurinn varð þar með fyrstur í kjördæminu til að klára lista sína.

Þingmennirnir Kristján Þór Júlíusson, Njáll Trausti Friðbergsson og Valgerður Gunnarsdóttir skipa efstu sætin þrjú. Kristján og Njáll búa á Akureyri en Valgerður á Húsavík.

Á eftir fylgja fjórir Austfirðingar. Arnbjörg, Samúel K. Sigurðsson svæðisstjóri Olís á Reyðarfirði, Gauti Jóhannesson sveitarstjóri á Djúpavogi og Húnbogi Gunnþórsson, háskólanemi úr Neskaupstað.

Að auki eru þau Dýrunn Pála Skaftadóttir, Guðmundur Sveinsson Kröyer, Jónas Ástþór Hafsteinsson og Anna Alexandersdóttir fulltrúar Austfirðinga á listanum.

1. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, Akureyri
2. Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, Akureyri
3. Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður, Húsavík
4. Arnbjörg Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi og fyrrum alþingismaður, Seyðisfirði
5. Samúel K. Sigurðsson, svæðisstjóri, Reyðarfirði
6. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri, Djúpavogi
7. Húnbogi Gunnþórsson, háskólanemi, Neskaupstað
8. Sæunn Gunnur Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur, Ólafsfirði
9. Dýrunn Pála Skaftadóttir, verslunarstjóri og bæjarfulltrúi, Fáskrúðsfirði
10. Lára Halldóra Eiríksdóttir, grunnskólakennari, Akureyri
11. Guðmundur S. Kröyer, umhverfisfræðingur og bæjarfulltrúi, Egilsstöðum
12. Jónas Ástþór Hafsteinsson, laganemi og knattspyrnuþjálfari, Egilsstöðum
13. Elvar Jónsson, lögfræðingur, Akureyri
14. Baldur Helgi Benjamínsson, búfjárerfðafræðingur, Eyjafjarðarsveit
15. Rannveig Jónsdóttir, rekstrarstjóri, Akureyri
16. Melkorka Ýrr Yrsudóttir, menntaskólanemi, Akureyri
17. Ketill Sigurður Jóelsson, háskólanemi, Akureyri
18. Anna Alexandersdóttir, verkefnastjóri og bæjarfulltrúi, Egilsstöðum
19. Soffía Björgvinsdóttir, sauðfjárbóndi, Svalbarðshreppi
20. Guðmundur Skarphéðinsson, vélvirkjameistari, Siglufirði

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.