Aldrei fleiri Austfirðingar á Mannamótum

Yfir 30 austfirskir ferðaþjónustuaðilar kynna vörur sínar og þjónustu á sýningunni Mannamótum sem haldin er í Kórnum í Kópavogi í dag. Verkefnisstjóri segir hug í Austfirðingum eftir gott ár.

Kaupstefnan Mannamót er haldin ár sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni með það markmið að kynna þau fyrir ferðaþjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu. Að þessu eru alls 270 fyrirtæki með bás en von er á um 800 gestum.

Að þessu sinni taka 34 austfirskir aðilar, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög, þátt í sýningunni og hafa aldrei verið fleiri. Um þriðjungur þeirra er nýr. Austurbrú heldur utan um þátttöku þeirra en hönnuðurinn Daniel Byström hefur, eins og síðustu ár, gert samræmt útlit fyrir alla Austfirðingana.

Nýliðið ár var gott fyrir austfirska ferðaþjónustu. Í nýlegri samantekt Landsbankans kemur fram að nýting hótelherbergja í fjórðungnum í fyrra hafi verið 47,3%, sú langbesta sem mælst hefur á svæðinu. Á sama tíma dróst nýting hótelherbergja saman víðast hvar annars staðar.

„Það er mjög góður hugur í hópnum, ekki síst í ljósri góðra talna um gistinætur á síðasta ári. Við stefnum ótrauð á að halda áfram okkar góða starfi.

Við vinnum að markaðssetningin skiptir máli, bæði gagnvart erlendum mörkuðum og söluaðilum hér heima. Til þess er mannamót haldin,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú.

Frá Mannamótum í dag. Mynd: Austurbrú

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.