Alcoa Fjarðaál auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki

ImageAlcoa Fjarðaál auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki fyrir síðari hluta ársins 2010. Fyrirtækið úthlutar styrkjum tvisvar á ári, að vori og hausti. Nú í vor veitti Fjarðaál rúmlega 4,6 milljónir króna í styrki til 22 aðila. Ekki eru veittir styrkir til stjórnmálasamtaka, trúfélaga eða til almenns reksturs félaga.

 

Fjarðaál og Samfélagssjóður Alcoa (Alcoa Foundation) hafa frá árinu 2003 styrkt fjölbreytt verkefni á Austur- og Norðurlandi um ríflega 330 milljónir króna og ætlunin með með þeim er að auðga og efla sjálfbært samfélag.

Umsóknir um samfélagsstyrki Fjarðaáls þurfa að berast í síðasta lagi 10. september en styrkir verða afhentir um miðjan október. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins alcoa.is. Hægt er að senda umsókn sem viðhengi á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.