Áhafnamál eiga að vera í lagi í sumar

Icelandair segir áhafnamál í góðum farvegi fyrir sumarið. Tvisvar í síðustu viku var flug til Egilsstaða fellt niður vegna áhafnaskorts. Í gærkvöldi þurfti að lenda í Keflavík vegna þoku í Reykjavík.

Sunnudaginn 21. maí var kvöldflug fellt niður vegna áhafnarskorts. Sömu upplýsingar fengu farþegar sem áttu bókað suður seinni part miðvikudagsins 28. maí.

Í svari við fyrirspurn Austurfréttar segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að ekki sé fyrirsjáanlegur skortur á áhöfnum sumar. Almennt hafi innanlandsflugið gengið vel en óvenjulegar sumarlægðir hafi haft áhrif.

Niðurfellingarnar komu báðar daginn eftir daga þar sem ekki var hægt að fljúga vegna veðurs. Um síðustu helgi var aftur erfitt með flug vegna storms.

Í gærkvöldi þurfti síðan áætlunarflug um kvöldið frá bæði Egilsstöðum og Akureyri að lenda í Keflavík vegna þoku í Reykjavík. Blindflugstæki eru til staðar til Keflavík og þess vegna voru vélarnar sendar þangað. Eftir rúmlega klukkustundar bið á flugbraut komu rútur sem fluttu farþega á flugvöllinn í Reykjavík. Þangað var komið um klukkan ellefu, um tveimur og hálfum tímum á eftir áætlun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.