Afbókanir í ferðir Norrænu hrúgast inn

Linda Björk Gunnlaugsdóttir forstjóri Norrænu segir að afbókanir í ferðir með Norrænu til Íslands hrúgast nú inn. Ferjan kom til Seyðisfjarðar í morgun með 190 manns og 80 bíla.

Eins og fram hefur komið í fréttum var Norræna komin til Þórhafnar í Færeyjum þegar nýjar og hertar sóttvarnarreglur tóku gildi á landamærunum.

„Það voru um 40 manns sem hættu við að koma frá Þórshöfn til Íslands og ákváðu að vera lengur í Færeyjum út af nýju reglunum,“ segir Linda.

Fram kemur í máli hennar að Norræna hafi einnig fengið töluvert af afbókunum í Hirtshals í Danmörku áður en Norræna lagði af stað þaðan í þessa síðustu ferð ferjunnar samkvæmt sumaráætlun.

Mjög fljótt gekk að losa og lesta Norrænu í morgun enda farþega-, og bílafjöldinn, ekki nema svipur hjá sjón miðað við fyrri sumur. Ferjan lagði að bryggju um hálf níu leytið og var farin aftur nokkuð fyrir klukkan ellefu. Alls fóru 550 manns með ferjunni út aftur. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.