Ætla að kanna hug íbúa til sameiningar

Forsvarsmenn sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Borgarfjarðarhrepps, Vopnafjarðarhrepps og Fljótsdalshreppur eru að ná samkomulagi um gera könnun fyrir kosningar í vor um hug íbúa sveitarfélaganna til sameiningar.

Samkvæmt drögum að könnuninni verður annars vegar spurt út í hugmyndir um sameiningu, hins vegar áhuga á sveitastjórnarmálum.

Bæði verður að hægt um að velja um hvort svarendur vilji að sveitarfélögin verði sameinuð öll í eitt eða hægt að segja sína skoðun á hvaða sameiningu menn vilja helst.

Einnig verður kannaður almennur áhugi á sveitastjórnarmálum en í inngangi að könnuninni kemur fram að minnkandi þátttaka í sveitastjórnarmálum sé hluti ástæðunnar fyrir að áhugi á sameiningu sé kannaður.

Stefnt er að því að könnunin verði send út á næstu dögum og að niðurstöður hennar liggi fyrir í byrjun apríl. Samkvæmt síðustu fundargerð samráðsnefndar sveitarfélaganna verður könnunin send út í pósti til allra íbúa sveitarfélaganna sem náð hafa 16 ára aldri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar