Vinstri græn hneyksluð á útreið landsbyggðarinnar í fjárlagafrumvarpinu

steingrimur j sigfusson me13Kjördæmisráð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi segir stórfelldan niðurskurð blasa við í byggðamálum í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.

Þetta kemur fram í ályktunum aðalfundar ráðsins sem haldinn var að Stóru-Laugum í Reykjadal um helgina. Ráðir lýsir „hneykslun á þeirri útreið sem landsbyggðin fær“ í fjárlagafrumvarpinu.

Vísað er til „stórfellds niðurskurðar“ í vegaframkvæmdum, stuðningi við innanlandsflug, jöfnunar á náms- og flutningskostnaði, stuðningi við menningarstarfsemi á landsbyggðinni, sóknaráætlunum landshlutanna, brothættum byggðum og niðurgreiðslu á hitun á köldum svæðum.

„Frumvarpið ber þess glögg merki að sú sókn sem hafin var í byggðamálum á síðasta kjörtímabili skal slegin af, þvert á fögur fyrirheit í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.“

Ráðið fagnar hins vegar árangri í samgöngumálum í Norðausturkjördæmi sem náðist í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þar er minnst á nýja vegtengingu við Vopnafjörð og Norðfjarðargöng.

„Fundurinn áréttar að eftir sem áður bíða mörg brýn verkefni í samgöngumálum og minnir í því sambandi sérstaklega á veg um Öxi, göng til Seyðisfjarðar, ásamt endurnýjun þjóðvega víða um kjördæmið og eflingu almenningssamgangna.“

Þá mótmælir ráðið kynningu Orkusölunnar á háspennulínum yfir Sprengisand. „Fyrir þessum línum eru engar samþykktir og ótækt að verið sé að halda óútfærðum hugmyndum að landsmönnun. Um er að ræða grundvallarbreytingu á nýtingu og sýn á hálendi landsins.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.