Vorblíða á Austfjörðum í dag: Rúmlega tuttugu stiga hiti á Kollaleiru í kvöld

seydisfjordurÓvenju hlýtt var í veðri á Austfjörðum í dag miðað við að kominn sé tíundi október. Ríflega tuttugu stiga hiti mældist á Kollaleiru í Reyðarfirði á níunda tímanum í kvöld. Á Seyðisfirði lögðu menn vetrarúlpunum fyrir léttari yfirhafnir.

„Það er vorblíða, veðrið hefur verið rosagott í dag. Fólkið sprettur upp með hunda út að ganga,“ sagði Eva Björk Jónudóttir, íbúi á Seyðisfirði. Þar mældist 17 stiga hiti um miðjan dag.

„Menn draga aftur upp vestin sín og fara út á flíspeysunni. Þetta er hálf súrrealískt veður miðað við það sem við höfum upplifað undanfarin ár.“

Í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað var tækifærið nýtt til að fara með nemendur í náttúrufræði í útikennslu. Hitinn komst þar í 18,6°C í dag.

Mesti hiti á landinu mældist hins vegar á Kolluleiru í Reyðarfirði á níunda tímanum í kvöld, 20,3°C. Næst mestur varð hitinn á Eskifirði, 19,1°C..

Á veðurstöðvum á hálendinu var mesti hiti á Þórdalsheiði, 16,5. Á Eyjabökkum komst hitinn í 15,4°C og 15 gráður í Oddsskarði.

Spáð er áframhaldandi sunnanátt og hlýindum fram á laugardag.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.