Andapollurinn á Reyðarfirði baðaður í bleiku: Ljósin hennar Steinu vekja mikla athygli

andapollur bleikur 0008 webBleik lýsing umhverfis andapollinn á Reyðarfirði hefur vakið umtalsverða athygli vegfarenda en lýsingin er hugarfóstur hvunndagshetju Krabbameinsfélags Austfjarða í ár. Austfirðingar eru hvattir til að klæðast bleiku á morgun.

„Við köllum þetta ljósin hennar Steinu,“ útskýrir Iðunn Geirsdóttir, starfsmaður þjónustumiðstöðvar krabbameinsfélagaga Austfjarða og Austurlands þegar hún er spurð út í lýsinguna í kringum andapollinn.

Lýsingin er hugarfóstur Steinunnar Sigurðardóttur sem undanfarin tvö ár hefur starfað á þjónustuskrifstofunni en lét af störfum þar í september. Þann 1. október var hún útnefnd hvunndagshetja félagsins í ár.

„Við höfum verið að vinna að því síðastliðin ár að auka bleika lýsingu á Austfjörðum í októbermánuði. Steinunn fékk þessa hugmynd í fyrra og reyndi að hrinda í framkvæmd en það gekk ekki eftir.“

Í ár varð hugmyndin að veruleika. „Jóhann Sæberg gekk í málið með hjálp góðra aðila og er óhætt að segja að lýsingin veki mikla athygli og ánægju.“

Bleiki dagurinn verður haldinn á morgun en þá er fólk hvatt til að klæðast bleiku og hafa bleika litinn í fyrirrúmi til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini hjá konum.

„Vinnustaðir hér eystra hafa komið sterkir í hópinn og verið með bleik þema á þessum degi. Við hvetjum fólk til að senda skemmtilegar myndir frá deginum á Facebook-síðuna okkar. Við vonumst eftir að sem flestir taki þátt hér fyrir austan og sýni sitt bleikasta.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.