Dæmdur fyrir vörslu kannabislaufa: Notaði þau til að útbúa róandi te

heradsdomur domsalurKarlmaður á fertugsaldri var nýverið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa á heimili sínu tæp 130 grömm af kannabislaufum. Maðurinn sagðist hafa notað efnin til að útbúa sér róandi te en ekki sem vímugjafa.

Húsleit var gerð á heimili mannsins, bifreið hans og tveimur öðrum húsum sem hann hafði yfir að ráða eftir að lögreglu bárust ábendingar um að á heimili hans héngu kannabisplöntur „til þerris.“

Í öðrum húsakynnum fundust sumarblóm sem héngu til þerris en kannabislaufin fundust í tveimur ílátum í eldhúsi á heimili mannsins.

Maðurinn kvaðst hafa þegið laufin að gjöf en gaf ekki upp hvaðan. Hann áliti að þau innihéldu ekki virkt efni og teldi þau fremur lyf heldur en fíkniefni. Hann notaði laufin til að laga sér róandi te úr þeim.

Dómurinn taldi þessi rök „haldlausa vörn“ þar sem varsla á kannabisefnum, óháð notkun, er bönnuð á íslensku yfirráðasvæði.

Var maðurinn því dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára og til greiðslu 460 þúsund króna í sakakostnað.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.