Sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir ítrekuð umferðarlagabrot

logregla syslumadursey heradsdomuraustKarlmaður á þrítugsaldri var nýverið sviptur ökuréttindum ævilangt og dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna í héraðsdómi Austurlands, fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn rauf með gjörð sinni skilorð og lögreglustjórasátt.

Lögreglan stöðvaði för mannsins í miðbæ Egilsstaða vorið 2012. Hún hafði fylgst með honum koma akandi eftir götunni og lagt fyrir framan hús. Lögreglan stöðvaði aksturinn þegar hann ætlaði að bakka frá húsinu.

„Hafi ökumaðurinn, sem lögregla hafi þekkt sem ákærða, ekið aftur á bak „um meters vegalengd“, en veitt þá lögreglu athygli og stöðvað för sína,“ segir í dómnum.

Þrír lögregluþjónar voru samstíga í framburði sínum um að þeir hefðu séð bílinn koma keyra eftir götunni, tekið upp þrjá farþega og síðan ætlað í burtu. Þeir hefðu séð bakkljós og heyrt vélarhljóð á planinu. Upptökubúnaður í lögreglubílnum var bilaður þannig að ekki var til upptaka til að styðja þeirra framburð.

Á bílastæðinu höfðu þrír farþegar stigið upp í bílinn. Örlítið ósamræmi var í þeirra framburði auk þess sem tengsl þeirra við ákærða, sem sagt undir stýri, rýrði trúverðugleika framburðar þeirra, að mati dómsins.

Ákærði sagði bílinn hafa staðið á bílastæðinu, hann komið gangandi og sest upp í hann til að sækja geisladisk. Hann hefði snúið lyklinum í kveikjulásinum til að ná disknum út en ekki ræst bílinn eða ekið honum.

Lögreglan vissi að ákærði hefði ekki ökuréttindi og stöðvaði því strax för bílsins. Hann var látinn blása og reyndist ekki undir áhrifum áfengis. Leifar af kannabisi fundust á móti við fíkniefnapróf. Maðurinn gekkst við að hafa neitt fíkniefna viku fyrir atvikið.

Maðurinn hefur tvisvar áður hlotið dóma. Í fyrra skiptið fyrir manndráp af gáleysi, hraðakstur, ölvunarakstur en í það seinna fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Árið 2011 var hann sviptur ökuréttindum til tveggja ára.

Í ljósi þess að þetta var í þriðja skipti sem hann gerðist sekur um að aka undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna frá því hann náði 18 ára aldri sem, auk þess að hafa ítrekað keyrt án ökuréttinda var hann sviptur ökuréttindum ævilangt.

Þá rauf hann skilorð dómsins frá 2011 sem hann hlaut fyrir líkamsárásina og var því dæmdur í átta mánaða fangelsi en þar af eru sex mánuði skilorðsbundnir. Maðurinn þarf einnig að greiða málskostnað upp á 540.000 krónur.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.