Sumaráætlun Strætó tekur gildi á sunnudag

ssa almenningssamgongur yfirlysingBrottför Strætó frá Egilsstöðum til Akureyrar hefur verið seinkað um tvær klukkustundir alla daga. Þá er bætt við aukaferðum.

Skipulagður akstur strætisvagna á milli Egilsstaða og Akureyrar hófst um síðustu áramót. Nú er búið að aðlaga kerfið og birta sumaráætlun sem gildir frá sunnudeginum 19. maí til 14. september.

Brottför er nú frá Egilsstöðum alla daga vikunnar kl. 9:10 en var áður klukkan 7:10. Brottför frá Akureyri er flýtt um kortér, til 15:15 og kemur strætó því aftur í Egilsstaði klukkan 18:45.

Þá hefur verið bætt inn viðbótarferðum. Farið er frá Akureyri alla daga klukkan 8:00 og Egilsstöðum klukkan 12:15.



Ferðir Strætó eru hluti af skipulögðum almenningssamgöngum sem unnið hefur verið sameiginlega að meðal austfirskra sveitarfélaga.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.