Björgunarsveitir þurfa að hjálpa ferðalöngum í vetrarfærðinni

breiddalsheidi oxi lokad 15052013 0005 webÞó nokkuð hefur verið um útköll hjá austfirskum björgunarsveitum til að hjálpa ferðalöngum sem lent hafa í vandræðum á austfirskum fjallvegum í vetrarfærðinni undanfarna daga.

Þannig þurfti í fyrradag að aðstoða rútu og ferðalanga úr Norrænu sem voru á ferð á Fjarðarheiði. Í það verk gengu sveitir af Héraði og Seyðisfirði.

Þá hafa Héraðsmenn að auki þurfti að sinna einum þremur útköllum vegna bíla sem fastir hafa verið á Öxi. Sveitin þurfti einnig upp á Jökuldalsheiði í fyrradag og á Fljótsdalsheiði í gær.

Nokkrum hlýindum er spáð fram yfir helgi en kólnandi veðri eina ferðina enn eftir það.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.