Vonast til að ná samningum um byggingu hjúkrunarheimils innan skamms

bjorn ingimarsson 0006 webForsvarsmenn sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs vonast til að hægt verði að ganga frá samningum við verktaka um byggingu hjúkrunarheimils á Egilsstöðum innan skamms. Tilboðin sem bárust voru nokkuð yfir kostnaðaráætlun.

„Við vonumst til að ná samningum um miðjan mánuðinn. Tilboðin í húsbygginguna voru nokkuð umfram áætlun en tilboð í aðra verkþætti hafa verið góð.“ sagði Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á opnum fundi á Hallormsstað í síðustu viku.

Tvö fyrirtæki skiluðu tilboði í húsbygginguna, VHE og Jáverk. Tilboð VHE var lægra, upp á 1,3 milljarða króna en Jáverk bauð 1,4 milljarða. Kostnaðaráætlunin var upp á rúman 1,1 milljarð króna.

Björn sagði að eftir útboðin hefði verið rætt við verktakana og vonir stæðu til að hægt væri að útfæra verkþætti þannig þeir yrðu ódýrari og verkið nær kostnaðaráætlun.

Tilboð í frágang á lóð voru hins vegar undir kostnaðaráætlun. Grásteinn ehf. bauð 76,6 milljónir, tæp 80% af kostnaðaráætlun.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.