Elvar Jónsson nýr skólameistari VA

elvar jonsson2Elvar Jónsson hefur verið skipaður skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands til næstu fimm ára. Fjórir aðrir sóttu um stöðuna.

Elvar hefur BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og hefur auk þess lokið kennsluréttindanámi á meistarastigi frá Háskólanum á Akureyri.

Hann hefur starfað við kennslu frá 2002 á grunn- og framhaldsskólastigi og verið kennari við Verkmenntaskóla Austurlands síðan 2010. Hann er að auki bæjarfulltrúi Fjarðalistans í Fjarðabyggð.

Auk Elvars sóttu um stöðuna: Einar Már Sigurðsson, skólastjóri, Eysteinn Þór Kristinsson, deildarstjóri, Helgi Geir Sigurgeirsson, framhaldsskólakennari og Pjetur St. Arason, framhaldsskólakennari.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.