Snæfell opnar kjöt- og fiskbúð: Salan gengið vonum framar fyrsta daginn

Ólafur afhendir Elvu Björnsdóttur, fyrsta viðskiptavininum, blóm í tilefni dagsins. Gestur Hallgrímsson, stjórnarformaður Sláturfélags Austurlands, fylgist brosandi með.Kjötvinnslan Snæfell opnaði í morgun kjöt- og fiskbúð á Egilsstöðum þar sem ferskar vörur úr fjórðungnum verða á boðstólum. Framkvæmdastjórinn er ánægður með viðtökurnar á fyrsta degi.

„Viðtökurnar hafa verið gríðarlega góðar og salan gengið vonum framar fyrsta daginn,“ segir Ólafur Kristinn Kristínarson, framkvæmdastjóri Snæfells.

Hann segir viðtökurnar benda til þess að eftirspurn hafi verið eftir verslun sem þessari í fjórðungnum. „Það hefur vantað hér aðgang að ferskum fiski og kjöti, þar sem fólk getur keypt í stykkjatali og eftir vigt en ekki í stöðluðum umbúðum.

Það er krafa neytandans að þetta sé til staðar. Fólk virðist almennt mjög ánægt með þetta framtak. Salan hefur verið frábær í dag.“

Þrátt fyrir að það hafi verið föstudagur var það fiskurinn sem seldist best fyrsta daginn. „Fiskurinn er nánast uppseldur eftir daginn. Síðan hafa grillvörurnar og lambalærin sem voru á tilboði selst best.“

Ólafur segist annars stefna á að leggja áherslu á fiskrétti fyrri hluta vikunnar en færa sig svo yfir í kjötið þegar kemur að helginni.

„Við verðum með fjölbreytt úrval af fiski og kjöti. Við verðum bæði með gúllas- og fiskrétti sem verða klárir á pönnuna eða í ofninn.“

Sáturfélag Austurlands heldur úti kjötvinnslunni Snæfelli. Áherslan er á hráefni úr fjórðungnum. „Lamba- og nautakjötið kemur af bæjum á Austurlandi og mestallan fiskinn fáum við frá Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði.“

Verslunin er opin 11-18 virka daga og 13-17 á laugardögum.

Ólafur afhendir Elvu Björnsdóttur, fyrsta viðskiptavininum, blóm í tilefni dagsins. Gestur Hallgrímsson, stjórnarformaður Sláturfélags Austurlands, fylgist brosandi með.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.