50 ár frá komu Ljósafells
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 31. maí 2023 08:04 • Uppfært 31. maí 2023 09:02
Í dag eru 50 ár síðan Ljósafell SU 70, skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, kom til heimahafnar í fyrsta sinn.
Stiklað er á stóru í sögu skipsins í samantekt á vef fyrirtækisins. Það er ísfiskstogari, smíðað í Muroran í Japan. Það var hið tíunda og síðasta í röðinni slíkra skipa sem gerð voru fyrir Íslendingar. Eitt annað er enn hérlendis, Múlaberg frá Siglufirði.
Skip Loðnuvinnslunnar og Kaupfélags Fáskrúðsfjarðar heita eftir fjöllunum í firðinum en Ljósafellið er í honum norðanverðum. Það var upphaflega notað á trébát í eigu kaupfélagsins.
Leiðin heim frá Japan er löng og þurfti að fara lengri leiðina því Súesskurðurinn var lokaður vegna Yom Kippur-stríðsins. Ljósafell lét úr höfn í hádeginu 8. maí og hafði fyrst viðkomu á Hawaii-eyjum en síðan næst Panama. Þaðan var siglt beint til Íslands. Í samantektinni á vef eru helstu atriði siglingarinnar rakin eins og þau birtast í siglingabók skipsins.
Tekið var á móti skipinu á sjómannadaginn og farið með gesti í skemmtisiglingu. Það fór nokkrum dögum í sína fyrstu veiðiferð og veiddi 106 tonn. Alls hefur það komið með 198.471.470 kg af fiski til hafnar. Það var síðan endurbætt árið 6,6 og lengt um 6,6 metra. Aftur voru gerðar breytingar árið 2007.
Ljósafelli hefur farnast vel, ekki orðið skakkaföll á því né áhöfn þess. Eftir erfiðan rekstur árin á undan fengu Fáskrúðsfirðingar skip sem gat farið lengra út að sækja fisk til vinnslu í frystihúsinu.
Stöðugleiki hefur verið í mannskap, á 50 árum hafa verið fjórir fastráðnir skipstjórar. Kristján Gísli Gunnarsson er starfandi skipstjóri í forföllum Hjálmars Sigurjónssonar.
Ljósafell við heimkomuna. Mynd: Timarit.is/Ægir