Tæplega 70 metra hviða á Vatnsskarði

Snælduvitlaust verður er á Vatnsskarði eystra en þar mældist vindhviða upp á 67 m/s um klukkan ellefu í kvöld. Meðalvindstyrkur var á sama tíma 46 m/s.


Til samanburðar má nefna að sterkasta vindhviðan sem mældist í óveðrinu sem gekk yfir landið aðra í byrjun mánaðarins var 72,5 m/s á Hallormsstaðarhálsi.

Eins og spáð hafi verið tók að bæta í vind og úrkomu eftir klukkan níu í kvöld, þótt það hafi víðast hvar ekki verið af alvöru fyrr en um klukkan tíu.

Fjallvegum var lokað klukkan tíu og björgunarsveitir eru víða í viðbragðsstöðu. Veðurstofan hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóða.

Talin er ástæða til að fylgjast vel með stöðum þar sem vitað er að krapaflóð og skriður geta fallið, sérstaklega inn til landsins þar sem enn getur verið talsverður snjór í lægðum og skorningum en víðast hefur mestan snjó tekið upp í leysingum undanfarna daga.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.